Drög að frumvarpi um breytingartillögur á náttúruverndarlögum er nú opið til umsóknar.
Í drögunum er meðal annars lagt til að ákvæði í náttúruverndarlögum sem lúta að utanvegaakstri verði gerð skýrari. Þannig stendur til að skilgreina hugtakið „vegur“ í lögunum en hingað til hefur verið vísað til hugtakaskýringar umferðarlaga. Skilgreining á hugtakinu „vegur“ er rúmt í umferðarlögum og hafa mál sjaldnast leitt til sakfellingar fyrir akstur utan vega.
Ekki stendur þó til að breyta 17. gr. náttúruverndarlaga sem bannar akstur utan vega. Hins vegar kunna undanþáguheimildir að breytast.
Í drögunum má einnig finna tillögur um breytingu á 37. gr. laganna. Greinin veitir tilteknum jarðmyndunum og vistkerfum sérstaka vernd. Greinin þykir ekki nægilega markvís í núverandi formi. Markmið breytinganna er að betur verði vandað til málsmeðferðar stjórnvalda þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta náttúrufyrirbæri sem falla undir greinina.
Sömuleiðis stendur til að setja skýrari ákvæði um innflutning lifandi framandi lífvera og um dreifingu lifandi lífvera með það að markmiði að draga úr hættu á tjóni í lífríki Íslands.
Öllum verður frjálst að senda umhverfisráðuneytinu athugasemdir við drögin með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is frá og með 7. janúar næstkomandi.
Frumvarpsdrögin má finna hér.