Andlát: Páll Gíslason

Páll Gíslason.
Páll Gíslason.

Páll Gíslason, læknir og fyrrverandi borgarfulltrúi, lést á Landspítalanum hinn 1. janúar sl., 86 ára að aldri.

Páll fæddist á Vífilsstöðum í Garðahreppi, hinn 3. október 1924. Hann var sonur hjónanna Gísla Pálssonar læknis, d. 1955, og Svönu Jónsdóttur húsmóður, d. 1983. Páll var kvæntur Soffíu Stefánsdóttur, f. 1924. Eignuðust þau fimm börn: Rannveigu f. 1952, Svönu f. 1953, Guðbjörgu f. 1956, Gísla f. 1958, og Soffíu, f.1962.

Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1943 og kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1950. Hann lauk sérfræðinámi í handlækningum árið 1955. Páll gegndi starfi aðstoðarlæknis á Patreksfirði frá árinu 1950, var héraðslæknir í Norðfjarðarhéraði árið 1951 og var sjúkrahúslæknir á Akranesi frá árinu 1955 til 1970. Árið 1970 tók Páll við sem yfirlæknir handlækningadeildar Landspítalans.

Páll var bæjarfulltrúi á Akranesi frá 1962 og fram til ársins 1970. Páll varð borgarfulltrúi í Reykjavík árið 1974 og gegndi því starfi fram til ársins 1998. Hann var forseti borgarstjórnar fyrri hluta árs 1985.

Páll var virkur í skátahreyfingunni frá árinu 1936 og gegndi starfi skátahöfðingja í 10 ár frá 1971. Ævisaga Páls, Læknir í blíðu og stríðu, kom út í október 2010. Páll var stundakennari við læknadeild HÍ og kennslustjóri á árunum 1971-1974.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert