Bandarískir lögmenn aðstoða Birgittu

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Kristinn

Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður, hefur fengið bandaríska lögmenn sér til aðstoðar vegna kröfu bandarískra stjórnvalda um að samskiptavefurinn Twitter afhendi gögn um netnotkun hennar og fleiri einstaklinga, sem tengst hafa vefnum WikiLeaks.

Fram kemur á vefnum cnet.com, að stofnunin Electronic Frontier Foundation í San Francisco hafi Birgitta tekið að sér að aðstoða Birgittu.  Haft er eftir Cindy Cohn, yfirmanni lögfræðisviðs stofnunarinnar, að verið sé að skoða ýmsa þætti málsins og hvernig hægt sé að leggja Birgittu lið.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert