Sigurjón Brink bráðkvaddur

Sigurjón Brink.
Sigurjón Brink.

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, betur þekktur sem Sjonni Brink, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Garðabæ í gærkvöldi. Hann var 36 ára gamall.

Sigurjón var fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1974. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Þórunni Ernu Clausen, og fjögur börn.

Sigurjón fór snemma að starfa við tónlist og semja lög. Hann var einn af  stofnendum leikhópsins Vesturports og tók þátt í að semja tónlistina við leikritið Brim í uppsetningu leikhópsins. 

Hann tók nokkrum sinnum þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og lag hans komst í úrslit í keppninni nú.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka