Andlát: Óli G. Jóhannsson

Óli G. Jóhannsson.
Óli G. Jóhannsson.

Óli G. Jó­hanns­son, list­mál­ari á Ak­ur­eyri, er lát­inn. Hann veikt­ist al­var­lega á mánu­dag­inn og lést á Land­spít­al­an­um í gær, 65 ára að aldri.

Óli fædd­ist á Ak­ur­eyri 13. des­em­ber 1945, son­ur hjón­anna Hjör­dís­ar Óla­dótt­ur og Jó­hanns Guðmunds­son­ar póst­meist­ara.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Óla er Lilja Sig­urðardótt­ir. Þau eiga fjög­ur börn, Örn, Sig­urð, Hjör­dísi og Hrefnu. Óli var elst­ur fjög­urra systkina, sem öll lifa bróður sinn. Þau eru Edda, Örn og Em­il­ía.

Óli varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1966 og kom víða við eft­ir það. Hann fékkst til dæm­is við kennslu, starfaði lengi sem gjald­keri á Póst­hús­inu á Ak­ur­eyri en vann árum sam­an við mynd­list í hjá­verk­um og hélt sína fyrstu sýn­ingu árið 1973. Óli stofnaði Gallerý Há­hól á Ak­ur­eyri árið 1974 og rak það til 1980, hann var rúm­an ára­tug til sjós á tog­ur­um Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga og blaðamaður á Degi um tveggja ára skeið. Óli var lengi mik­ill hestamaður og sinnti því áhuga­máli af krafti til dauðadags. Á yngri árum var Óli af­bragðssundmaður og var einn stofn­enda Sund­fé­lags­ins Óðins á Ak­ur­eyri árið 1963.

Frá 1993 helgaði Óli sig mynd­list­inni og hafa abstrakt verk hans vakið at­hygli víða um heim. Hann hélt fjölda sýn­inga síðustu ár, bæði hér heima og er­lend­is. Hann hef­ur verið samn­ings­bund­inn Opera, alþjóðlegu galle­rí, og sýnt á þess veg­um í Singa­púr, Monte Car­lo, London og New York, svo dæmi séu tek­in. Þau Lilja stofnuðu árið 2007 list­húsið Fest­arklett í gömlu kart­öflu­geymsl­unni við Kaup­vangs­stræti á Ak­ur­eyri og þar hef­ur Óli sýnt reglu­lega. Sýn­ing á verk­um hans var opnuð um síðustu helgi í Duus-hús­um í Reykja­nes­bæ.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert