Aðalmeðferð í manndrápsmáli hafin

Gunnar Rúnar Sigurþórsson við þingestingu málsins í héraðsdóm.
Gunnar Rúnar Sigurþórsson við þingestingu málsins í héraðsdóm. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem ákærður er fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni hófst upp úr klukkan níu í morgun.

Mikill áhugi er á málinu og þurfti allnokkrir frá að hverfa vegna plássleysis. Var þó fyrirkomulagið þannig að réttarhöldunum er útvarpað í hlilðarsal.

Áætlað er að aðalmeðferðin standi í allan dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert