Þróaði með sér sjúklegt sálarlíf á geðrofsgrunni

Gunnar Rúnar Sigurþórsson.
Gunnar Rúnar Sigurþórsson. mbl.is/Golli

Gunnar Rúnar Sigurþórsson er með tvo persónuleika, eða tvö tilfinningaleg öfl og kjarna sem sem er á mjög djúpstæðu geðrofsplani. Sá hluti kemur meðal annars upp þegar hann er aðþrengdur. Þetta kom fram í máli geðlæknis við aðalmeðferð í manndrápsmálinu sem fram fer í Héraðsdómi Reykjaness.

Helgi Garðarsson, geðlæknir á Landspítala, var fenginn til að gera mat á Gunnari Rúnari og komst að þeirri niðurstöðu að hann sé ósakhæfur. Helgi segir að Gunnar hafi verið harmi sleginn yfir atburðunum í viðtölunum og áfelldist sjálfan sig. Þá hafi hann verið haldin mikilli óraunveruleikatilfinningu og efast um að það gæti hafa verið hann sem hafi framið verknaðinn.

Þá sagði Helgi að Gunnar hefði verið eðlilegt barn en eftir að faðir hans svipti sig lífi hafi hann þróað með sér það sem kallast sjúklegt sálarlíf á geðrofsgrunni. Á verknaðarstund virðist hann ekki hafa verið með sjálfum sér. Eftir verknaðinn hafi hann verið með grófa afneitun á geðrofsplani og ætlað sér að hrista höfuðið til að gleyma morðinu.

Einnig sagði Helgi að Gunnar hafi framið morðið til þess eins að ryðja Hannesi Þór Helgasyni úr vegi svo hann gæti unnið ást kærustu Hannesar. Morðhugmyndir hafi búið lengi í höfði hans og á endanum hafi hugmyndin jafngilt verknaði. Hugmyndin hafi náð algjörum tökum á honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert