Forsetinn vísi Icesave til þjóðarinnar

Attac samtökin krefjast þess að forseti Íslands vísi Icesave samningnum til þjóðarinnar og tryggi með því lágmarkslýðræði.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Segir þar að yfirstjórnendur Landsbankans hafi getað í mannfjandsamlegu kerfi fjármálaauðvalds og að áeggjan alþjóðlegra matsfyrirtækja opnað Icesave reikninga til að breikka fjármögnunargrundvöll sinn.

„Íslenskur almenningur hefur ekkert haft með málið að gera og ber enga ábyrgð á þessu sköpunarverki fjármálafyrirtækja, aflandseyjarinnar City of London og ríkisvalds sem þjónar alþjóðaauðvaldinu. Attac á Íslandi hafnar öllum samningum og krefst þess að Icesave verði rannsakað sem sakamál," segir m.a. í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert