20 stiga frost í Óslófirði

Ísjakar og olíubrák á sjónum í Óslófirði.
Ísjakar og olíubrák á sjónum í Óslófirði. mynd/KV Harstad/Kystvakten

Norska siglingastofnunin segir að kuldinn í Óslófirði geri hreinsun olíunnar, sem lak úr Goðafossi, erfiðari en ella. Allt að 20 stiga frost hefur mælst á svæðinu um helgina en frostið er nú um 12 stig.

Ís rekur inn í olíudælur, sem hefur verið komið fyrir, og fyllir þær. Þá er heilsu og öryggi björgunarmannanna hætta búin vegna kuldans.

Siglingastofnunin segir, að í dag verði áhersla lögð á að kortleggja útbreiðslu olíunnar í firðinum og hvert hún rekur. Mun siglingastofnunin nota þyrlur og flugvélar við þetta. Einnig verður haldið áfram að hreinsa olíu úr sjónum þegar skilyrði leyfa, m.a. við  Sandey við vesturströnd Óslófjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert