Baðst afsökunar á strandinu

Goðafoss á strandstað.
Goðafoss á strandstað. Skanpix

Gylfi Sigurðsson, forstjóri Eimskips, baðst í gær afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins á strandi Goðafoss í Óslófirði og þeirri olíumengun, sem það hefur valdið í firðinum.

„Okkur þykir afar leitt að þetta hafi gerst í þessu fagra umhverfi. Við vinnum nú að því ásamt rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglunni að upplýsa hvað gerðist," hefur blaðið VG eftir Gylfa á blaðamannafundi norsku siglingastofnunarinnar í gær. Hann vildi ekki tjá sig nánar um rannsóknina. 

Eimskip hefur verið með reglulegar siglingar til Noregs í aldarfjórðung án óhappa fyrr en nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert