Olían við ísjaðarinn

Goðafoss á strandstað á föstudag. Á myndinni, sem er af …
Goðafoss á strandstað á föstudag. Á myndinni, sem er af vef norsku siglingastofnunarinnar, sést olíubrák leggja frá skipinu.

Norska siglingastofnunin segir, að olían sem lak úr tönkum Goðafoss eftir að skipið strandaði í Óslóarfirði á fimmtudagskvöld, sé nú í þunnum lögum við ísjaðarinn vestanmegin í firðinum. Því sé ekki hægt að hreinsa olíuna þar eins og er. 

Straumurinn í firðinum er nú í suðvestur. Siglingastofnunin segir, að skip sé nú notað til að hreinsa upp olíu, sem ekki er land- eða ísföst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert