Bjartsýnir á björgun

Unnið var að því í gær að hífa gámana frá …
Unnið var að því í gær að hífa gámana frá borði með gríðaröflugum krana. Forvitnir áhorfendur fylgjast með á ísnum. mbl.is/Johnny Leo Johansen

Hátt í 20 gámar höfðu í gærkvöldi verið hífðir af Goðafossi og verður haldið áfram með þá vinnu í dag. Ekki liggur fyrir hvenær reynt verður að flytja skipið af strandstað, en góðar líkur eru taldar á að það takist.

Fram kom í norskum fjölmiðlum í gær að björgun skipsins gæti tekið nokkrar vikur, en talsmaður Eimskips sagðist vona að það tæki ekki svo langan tíma og menn væru bjartsýnir á björgun.

Um borð í Goðafossi voru 430 gámar og þar af um 230 á dekki. Í fyrrakvöld var gámur með sprengiefni fluttur frá borði og síðan var vinnunni haldið áfram í gærmorgun. Gámarnir voru fluttir um borð í pramma við skipshlið og tók hann átta gáma í ferð. Eftir hádegi í dag er stærra flutningaskip væntanlegt á strandstað og tekur það 106 gáma í ferð.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert