Norska matvælaeftirlitið hefur varað við því, að veiða fisk á svæðum þar sem olíumengun er sýnileg. Er þetta gert vegna strands íslenska flutningaskipsins Goðafoss í Óslóarfirði en olía rann úr skipinu í sjóinn.
Matvælaeftirlitið segir að ekki ætti að borða fisk og annað sjávarfang, sem lykti af olíu. Þá ætti fólk að takmarka neyslu á skelfiski, sníglum, krabba og rækjum af þeim svæðum þar sem olía hafi sést.
Fram kemur á vef norsku siglingastofnunar, að um 250 tilkynningar hafi borist um olíublauta flug á svæðinu þar sem olíumengunarinnar varð vart í Óslóarfirði. Aðallega er um að ræða æðarfugl og máv.