Í Eurobarometer-könnun framkvæmdastjórnar ESB sem kynnt var í vikunni kom fram að 26% Íslendingar treysti her. Könnunin er stöðluð og er gerð í öllum löndum sambandsins og er þar spurt um þjóðheri landanna. Á Íslandi átti spurningin hins vegar við um heri almennt.
Þegar niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á miðvikudag kom fram í máli fulltrúar Capacent sem gerði könnuna fyrir sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi að óskað hafi verið eftir að sleppa spurningunni um hve mikið traust fólk bæri til hers þar sem hún ætti ekki við hér á landi. Ekki hafi hins vegar fengist leyfi til þess.
Útskýrði Timo Summa, sendiherra ESB hér á landi, að spurningar könnunarinnar væru staðlaðar til þess að auðveldara væri að bera saman niðurstöður hennar frá ári til árs. Í tilviki Íslands hafi verið gefið leyfi til þess að spyrja um her almennt og átti því spurningin ekki við íslenskan her.