Lærðu ekki af Skotum

mbl.is/Ómar

Í skoskri skýrslu um framkvæmd fyrstu rafrænu talningarinnar í þing- og sveitarstjórnarkosningum í Skotlandi árið 2007 eru tíundaðir ýmsir annmarkar sem Hæstiréttur gerði athugasemd við vegna kosninga til stjórnlagaþings í haust.

Á vef stjórnlagaþings kemur þó fram að í „lögum um stjórnlagaþing [sé] höfð hliðsjón af kosningakerfinu í Skotlandi“.

Í skosku skýrslunni eru bæði gerðar athugasemdir við að ekki mátti brjóta kjörseðlana saman og að kjörkassar hafi verið lélegir.

Ástráður Haraldsson, fyrrverandi formaður landskjörstjórnar, og Jóhann P. Malmquist, sem tók við sem tæknilegur ráðgjafi vegna kosninganna af Þorkatli Helgasyni, höfðu ekki séð skosku skýrsluna. Þorkell taldi hana ekki leiða í ljós neina mikilvæga hluti varðandi talninguna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert