Ósammála Ögmundi um ráðið

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Deildar meiningar eru um það innan þingflokks VG hvort skipa eigi stjórnlagaráð eða efna til uppkosningar með sömu frambjóðendum.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir aðspurður um hugmyndir um stjórnlagaráð að það sé „Alþingi í sjálfsvald sett hvaða lög það setur og hvaða fyrirkomulag það ákveður. En þetta verður ekki gert með mínum stuðningi eða mínu samþykki, vegna þess að ég hef um þetta meira en litlar efasemdir.“

Óheppilegt þykir að efna til kosninga á sumrin og segir Ögmundur aðspurður að ef uppkosning eigi að fara fram þurfi það að gerast fyrir sumarið. „Ég tel að ef komið væri fram á haustið væri tími uppkosninga liðinn. Þá værum við frekar að tala um að kjósa á nýjan leik og opna framboðslistana,“ segir Ögmundur sem telur þó að hugmyndir um uppkosningu í maí, þ.e. nokkrum vikum eftir atkvæðagreiðsluna um Icesave, séu „í bili algjörlega út af borðinu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert