Danir segja lekann úr Goðafossi hættan

Goðafoss á strandstað. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.
Goðafoss á strandstað. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.

Lek­inn úr Goðafossi er hætt­ur hef­ur Extrablaðið danska eft­ir dönsk­um stran­dyf­ir­völd­um. Í dag hafði frétta­veita AFP eft­ir sænsk­um yf­ir­völd­um að skipið væri farið að leka olíu og lýstu áhyggj­um af viðkvæmu líf­kerfi við friðlýsta strand­línu Koster­havet, sem er ná­lægt Hval­er þar sem Goðafoss strandaði þann 17. fe­brú­ar síðastliðinn.  

Skýr­ing­in gæti verið olíu­leif­ar á botni skips­ins

„Við gæt­um fyllsta ör­ygg­is og för­um að fyr­ir­mæl­um þeirra yf­ir­valda sem við sigl­um í gegn­um land­helgi hjá, sem voru norsk, sænsk og dönsk,“ seg­ir Ólaf­ur William Hand, upp­lýs­inga- og markaðsstjóri hjá Eim­skipa­fé­lagi Íslands. Hann seg­ir Goðafoss hafi fengið heim­ild hjá öll­um þess­um þjóðum til þess að sigla þessa leið. „Við leyf­um okk­ur að ef­ast um að skipið hefði fengið þessa heim­ild ef tal­in hefði verið ein­hver hætta á meng­un. En ég vil líka taka fram að ef það er ein­hver olíu­brák að ber­ast frá skip­inu að þá eru það vænt­an­lega ein­hverj­ar olíu­leif­ar sem hafa verið fast­ar und­ir botni skips­ins.“

Ólaf­ur seg­ir ol­í­una klístraða eins og mal­bik við visst hita­stig og að öll­um lík­ind­um hafi ein­hverj­ar ol­íuköggl­ar verið að losna frá botn­in­um sem geti þá verið skýr­ing­in á olíu­brák­inni.

Ólaf­ur seg­ir að gætt sé fyllsta ör­ygg­is og fylgt sé öll­um þeim fyr­ir­mæl­um sem komi frá yf­ir­völd­um á svæðinu. Ekk­ert sé gert nema í sam­ráði við þau.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka