„Með hreinan skjöld“

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson.

„Aðdragandinn var ekki annar en sá að þeir sem tilnefndu mig óskuðu eftir því við mig að ég tæki aftur sæti í landskjörstjórn og ég féllst á það,“ segir Ástráður Haraldsson, fyrrverandi formaður landskjörstjórnar, um aðdraganda þess að Alþingi skipaði hann að nýju í stjórnina í gær.

Landskjörstjórn sagði sem kunnugt er af sér 28. janúar sl. í kjölfar þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings. Spurður um þá hugsanlegu gagnrýni að skipan hans í stjórnina sé ef til vill ekki heppilegt skref í ljósi þeirrar gagnrýni sem beindist að landskjörstjórn segist Ástráður ekki hafa neinar efasemdir um valið.

„Eins og ég hef útskýrt opinberlega tel ég að landskjörstjórn hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut af sér í þessu máli og leit svo á að ég hefði algjörlega hreinan skjöld í málinu sjálfur. Ég hafði þess vegna engar efasemdir um það að það væri skynsamlegt að taka við þeirri tilnefningu sem ég var beðinn um að taka. Ég leit á það sem traustsyfirlýsingu sem ég er mjög stoltur af.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert