„Aðdragandinn var ekki annar en sá að þeir sem tilnefndu mig óskuðu eftir því við mig að ég tæki aftur sæti í landskjörstjórn og ég féllst á það,“ segir Ástráður Haraldsson, fyrrverandi formaður landskjörstjórnar, um aðdraganda þess að Alþingi skipaði hann að nýju í stjórnina í gær.
„Eins og ég hef útskýrt opinberlega tel ég að landskjörstjórn hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut af sér í þessu máli og leit svo á að ég hefði algjörlega hreinan skjöld í málinu sjálfur. Ég hafði þess vegna engar efasemdir um það að það væri skynsamlegt að taka við þeirri tilnefningu sem ég var beðinn um að taka. Ég leit á það sem traustsyfirlýsingu sem ég er mjög stoltur af.“