Aðalmeðferð í máli Baldurs hafin

Baldur Guðlaugsson og verjendur hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Baldur Guðlaugsson og verjendur hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Jón Pétur

Aðalmeðferð í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Baldur er ákærður fyrir fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi.

Aðalmeðferðin hefst á skýrslutöku yfir Baldri fyrir dómi.

Ákæran á hendur Baldri er í sex liðum. Hann er sakaður um innherjasvik með því að hafa 17. og 18. september 2008 selt öll hlutabréf sín í Landsbanka Íslands hf. fyrir um 192 milljónir kr. 

Hann er sakaður um að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um bankann sem hann hafi orðið áskynja um í starfi sínum sem ráðuneytisstjóri.

Baldur neitar sök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka