Neitar að hafa búið yfir innherjaupplýsingum

Baldur Guðlaugsson og Karl Axelsson, lögmaður hans, í héraðsdómi í …
Baldur Guðlaugsson og Karl Axelsson, lögmaður hans, í héraðsdómi í dag. mbl.is/Jón Pétur

Skýrslutöku yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er lokið. Baldur, sem er ákærður fyrir innherjasvik, neitar því að hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum í september 2008 fyrir 190 millljónir kr.

Skýrslutakan stóð yfir í um tvær klukkustundir og svaraði Baldur spurningum saksóknara og verjanda, sem fóru yfir alla sex ákæruliðina og efni þeirra funda sem komu frá á fundi samráðshóps forsætis-, fjármála-, viðskiptaráðuneytisins, fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað.

Einnig um fundi sem Baldur hafi átt með bankastjórum Landsbankans og með fjármálaráðherra Breta.

Segir í ákæru að Baldur hafi fengið innherjaupplýsingar á sex fundum samráðshópsins sem voru haldnir frá 22. júlí 2008 til 16. september 2008. Einnig á fundi með bankastjórum Landsbankans 13. ágúst 2008 og fundi með fjármálaráðherra Bretlands 2. september 2008.

Segir í ákæru að upplýsingarnar sem Baldur hafi fengið á þessum fundum hafi verið líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverðmæti hlutabréfa í bankanum hefðu þær orðið opinberar.

Baldur seldi bréfin í Landsbankanum 17. og 18. september 2008. Baldur segir að sér hafi liðið vel, þ.e. hvað varðar stöðu bankanna og efnahagsmála almennt, þegar hann seldi bréfin. Málin hafi virst veraí eins miklu jafnvægi og þau hafi getað verið.

Nú hefst skýrslutaka yfir Jónínu S. Lárusdóttur, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert