Siglt til Óðinsvéa í dag

Goðafoss við akkeri við eyjuna Styre í Noregi. Myndin er …
Goðafoss við akkeri við eyjuna Styre í Noregi. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.

Goðafoss heldur áfram ferð sinni til Óðinsvéa árdegis í dag. Dönsk yfirvöld létu skipið staldra við fyrir utan jóska bæinn Grenå í fyrrakvöld og í gær var kafað undir það til að kanna olíumengun.

Mikill sjór var í jafnvægistönkum skipsins til þess að betra væri að draga það. Nú stendur til að það sigli fyrir eigin vélarafli, ef leyfi fæst frá öllum þeim stofnunum sem um málið véla. Gengið var í það í gær að losa sjó úr tönkunum og við það fer olíubrákin sem er á síðum skipsins við sjólínu mikið til upp úr sjó.

Goðafoss á að fara í slipp í Óðinsvéum og verður auðveldara að koma skipinu beint í kví eftir að búið verður að létta það.

Leyfi fékkst í gærkvöldi til að halda áfram ferðinni en skipstjórinn ákvað að leyfa áhöfninni að hvíla sig í gærkvöldi og nótt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert