Siglt til Óðinsvéa í dag

Goðafoss við akkeri við eyjuna Styre í Noregi. Myndin er …
Goðafoss við akkeri við eyjuna Styre í Noregi. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.

Goðafoss held­ur áfram ferð sinni til Óðinsvéa ár­deg­is í dag. Dönsk yf­ir­völd létu skipið staldra við fyr­ir utan jóska bæ­inn Grenå í fyrra­kvöld og í gær var kafað und­ir það til að kanna ol­íu­meng­un.

Mik­ill sjór var í jafn­væg­istönk­um skips­ins til þess að betra væri að draga það. Nú stend­ur til að það sigli fyr­ir eig­in vélarafli, ef leyfi fæst frá öll­um þeim stofn­un­um sem um málið véla. Gengið var í það í gær að losa sjó úr tönk­un­um og við það fer olíu­brák­in sem er á síðum skips­ins við sjó­línu mikið til upp úr sjó.

Goðafoss á að fara í slipp í Óðinsvé­um og verður auðveld­ara að koma skip­inu beint í kví eft­ir að búið verður að létta það.

Leyfi fékkst í gær­kvöldi til að halda áfram ferðinni en skip­stjór­inn ákvað að leyfa áhöfn­inni að hvíla sig í gær­kvöldi og nótt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert