Birna stödd erlendis

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. mbl.is/Golli

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mætti ekki á fund viðskiptanefndar Alþingis í morgun þar sem hún er stödd erlendis.

Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir í samtali við mbl.is að Birna hafi verið erlendis þegar hún fékk fundarboðið kl. 13:30 í gær.

Guðný Helga segir ennfremur að í fundarboðinu hafi aðeins verið tekið fram að nefndin hafi ætlað að ræða uppgjör bankanna og því hafi Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, farið á fundinn. „Það kom ekki formlegt fundarboð um að það ætti að ræða laun bankastjóranna,“ segir Guðný Helga.

Fram hefur komið að Birna hafi með 2,6 milljónir á mánuði í fyrra eða 31,6 milljónir króna samtals. Guðný Helga tekur fram að um heildaruppæð sé að ræða og að inni í henni séu mótframlög til lífeyrissjóða og bifreiðahlunnindi.

Viðskiptanefnd hyggst koma aftur saman til fundar á föstudag. Guðný Helga segir að Birnu hafi ekki borist formlegt boð á þann fund. Það liggur því ekki fyrir hvort hún muni mæta fund nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert