Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum fundi á vegum Reykjavíkurborgar sem haldinn var með foreldrum leik- og grunnskólabarna í Vesturbæ og Miðborg/Hlíðum vegna tillagna um sameiningu skóla og breytinga á skóla- og frístundastarfi, segir í fréttatilkynningu.
Fundur foreldra grunnskólabarna í Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að falla frá fyrirhuguðumsameiningar- og breytingaráformum er varða framangreinda skóla. Fundurinn telur að hugmyndirnar séu byggðar á hæpnum, illa ígrunduðum og illa rökstuddum forsendum. Foreldrar setja sig ekki upp á móti hagræðingaráformum sem unnin eru á faglegum forsendum í nánu samstarfi við foreldra, starfsfólk og stjórnendur viðkomandi skóla og sýnt er fram á að breytingar hafi í för með sér vel rökstuddan sparnað og þess gætt að faglegu starfi sé ekki stefnt í voða.Þessir þættir hafa ekki verið tryggðir í þeim tillögum sem liggja fyrir.