Samstarfshópur íbúa Reykjavíkurborgar hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem opnaður verður undirskriftavefur gegn fyrirhuguðum tillögum um sameiningu og hagræðingu í skólakerfi borgarinnar.
Verður fundurinn haldinn á þaki fjölbýlishússins Æsufells 4, sama stað og meirihlutasamstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar var kynnt vorið 2010.
Fram kemur í tilkynningu að allir borgarfulltrúar, varaborgarfulltrúar og borgarstjóri verði sérstaklega boðaðir til fundarins.
Að fundinum sendur Samstarfshópur um samstarf hagsmunaðila um framtíðarstefnu Reykjavíkurborgar í menntamálum en að hópnum eru sagðir standa hagsmunaðilar úr öllum hverfum borgarinnar.