Undirskriftir gegn breytingum

Vefurinn opnaður í dag.
Vefurinn opnaður í dag. mbl.is/hag

Vefur, þar sem safna á undirskriftum undir áskorun á borgarstjórn Reykjavíkur um að falla frá fyrirhuguðum sameiningar- og breytingaráformum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar, var opnaður í dag.

„Ég set mig ekki upp á móti hagræðingaráformum sem unnin eru á faglegum forsendum í nánu samstarfi við foreldra, starfsfólk og stjórnendur viðkomandi stofnana. Sýna þarf fram á að breytingarnar hafi í för með sér vel rökstuddan sparnað og þess gætt að faglegu starfi sé ekki stefnt í voða. Þessir þættir hafa ekki verið tryggðir í þeim tillögum sem liggja fyrir," segir meðal annars í texta, sem safna á undirskriftum undir.

Að vefnum stendur samstarfshópur um samstarf hagsmunaðila um framtíðarstefnu Reykjavíkurborgar í menntamálum.

Blaðamannafundur þar sem vefurinn var opnaður, var haldinn á þaki  fjölbýlishússins Æsufells 4, sama stað og meirihlutasamstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar var kynnt vorið 2010.  

Undirskriftavefurinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert