„Þetta er áfellisdómur yfir stjórnsýslu forsætisráðuneytsins,“ sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um úrskurð Kærunefndar jafnréttismála. Nefndin úrskurðaði að forsætisráðherra hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga þegar karl var tekinn fram yfir Önnu í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.
Anna Kristín vísaði í úrskurð kærunefndarinnar sem er birtur á vefnum rettarheimild.is. Hún sagði að þar kæmu rök sín fram og litlu við þau að bæta. Hún kvaðst ekkert hafa heyrt frá forsætisráðuneytinu eftir úrskurð kærunefndar jafnréttismála.
„Ég bíð bara eftir viðbrögðum,“ sagði Anna Kristín. Hún kvaðst ekki vera búin að taka neina ákvörðun um framhald málsins af sinni hálfu. Einn möguleikinn sé að fara í skaðabótamál.
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála