Eru hugsi um stjórnlagaráð

Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum
Kosið til Stjórnlagaþings á Kjarvalsstöðum mbl.is/Golli

Einstaklingarnir 25 sem náðu kjöri á stjórnlagaþing í kosningunum sem Hæstiréttur úrskurðaði síðan ógildar ætla að hittast í dag til að ráða ráðum sínum um stjórnlagaráð.

Nú þegar hefur einn úr hópnum, Inga Lind Karlsdóttir, tilkynnt að hún ætli sér ekki að þiggja boð Alþingis um sæti í sérstöku stjórnlagaráði. Í frétt um málið í Morgunblaðinu í dag segir, að margir aðrir úr hópnum virðist tvístígandi um framhaldið.

„Ég veit að einhverjir eru mjög hugsi, þannig að það gæti verið að fleiri myndu fara sama veg,“ segir Lýður Árnason læknir. Hann segist ekki vita til þess að fleiri hafi þegar tekið sömu ákvörðun og Inga Lind. Sjálfur segist hann ætla að vera með og taka sæti í stjórnlagaráði.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert