Ummæli manna réðu ekki afstöðu banka

Frá fundi stjórnar Orkuveitunnar í dag, f.v. Bjarni Bjarnason forstjóri …
Frá fundi stjórnar Orkuveitunnar í dag, f.v. Bjarni Bjarnason forstjóri og Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður. Rax / Ragnar Axelsson

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði á fundi með blaðamönnum í dag að ummæli manna um fjárhagsstöðu Reykjavíkur hefðu engu ráðið um þá ákvörðun erlendra lánardrottna að endurfjármagna ekki fyrirtækið. Mestu hefðu skipt kennitölur í rekstri, horfur og fjárhagsleg staða OR.

Bjarni var greinilega að vísa til þeirrar umræðu sem verið hefur um ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra á vefsíðu sinni um fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. Jón var spurður um þetta á fundi meðal blaðamönnum í dag. Hann sagði að í þessari umræðu hefði aðallega verið að vísa til ummæla sinna á Facebook frá því í september sl.

„Mér finnst það ljótt og ábyrgðarlaust að gera þessi ummæli að einhverju umtalsefni, og dreifa athyglinni frá raunverulegu vandamáli," sagði Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert