Írar horfa til Icesave-kosningar

Lilja í viðtalsþætti Browne.
Lilja í viðtalsþætti Browne.

„Margir Írar horfa til Íslendinga með mikilli virðingu þar sem þeir líta svo á að við höfum risið upp gegn ofureflinu og afrekað það sem Írum hefur enn ekki tekist, að fá almenning til þess að taka afstöðu til endurreisnar írsks efnahagslífs.“

Þetta segir dr. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og þingmaður, um mikinn áhuga Íra á Icesave-málinu og uppgjöri Íslendinga á bankahruninu haustið 2008.

Óháður þingmaður, Richard Boyd Barrett, bauð Lilju til fyrirlestrahalds í kjölfar þess að hún ákvað að segja skilið við þingflokk VG.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Íra áhugasama um hvernig tekist hafi að virkja íslenskan almenning í uppgjörinu á hruninu og hvernig þjóðin hafi fylkt liði í atkvæðagreiðslunni 6. mars 2009 og fellt síðasta Icesave-samning með um 98% greiddra atkvæða.

 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka