Já við Icesave væri uppgjöf

Einar Már Guðmundsson rithöfundur er lesinn víða um lönd.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur er lesinn víða um lönd. Eggert Jóhannesson

„Mér finnst það upp­gjöf. Mér finnst þetta vera eins og að játa á sig glæp sem þú hef­ur ekki framið,“ seg­ir Ein­ar Már Guðmunds­son, rit­höf­und­ur og meðlim­ur í Attac-sam­tök­un­um, um já-hliðina. „Þetta er viðhorfið, að best sé að játa á sig glæp­inn í von um að sleppa.“ 

„Þetta er málið í hnot­skurn frá heim­speki­legu sjón­ar­horni. Það ber líka á þess­um mats­fyr­ir­tækj­um. Þetta eru sömu fyr­ir­tæk­in og gáfu hag­ból­unni A+,“ seg­ir Ein­ar Már og rifjar upp mats­hæfi einka­bank­anna skömmu fyr­ir hrun.

„Það eru fleiri í sömu stöðu og við. Það er miklu betra fyr­ir mann­kynið til lengri tíma litið ef við segj­um nei... Við eig­um ekki að láta stjórna okk­ur með hót­un­um og ótta.“

Hann tel­ur að samn­ing­ur­inn verði felld­ur.

„Mér finnst vera nei í loft­inu í augna­blik­inu. Það er ekki hægt að neita því að það er mik­il umræða í þjóðfé­lag­inu og ég held að við verðum að segja að þarna er lýðræðið að verki. Marg­ir eru að tjá sig og vanda sitt mál. Mín til­finn­ing er sú að mér finnst ég hitta fleiri sem segja nei.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert