Fréttaskýring: Nýr Landspítali færist nær

Loftmynd af sigurtillögu SPITAL- hópsins að hönnun nýs Landspítala. Búist …
Loftmynd af sigurtillögu SPITAL- hópsins að hönnun nýs Landspítala. Búist er við að framkvæmdir geti hafist seint á þessu ári.

Ef deiliskipulag við nýjan Landspítala verður tilbúið í haust er gert ráð fyrir að fyrstu þrír hlutar framkvæmdanna verði tilbúnir til útboðs í september. Þar er um að ræða framkvæmdir við gatnagerð, sjúkrahótel og bílastæðahús nýja sjúkrahússins. Í byrjun febrúar eiga svo útboðsgögn vegna framkvæmda við legudeildir og rannsóknarhús að vera tilbúin. Gert er ráð fyrir að um 870 manns muni starfa við byggingu nýs sjúkrahúss þegar mest lætur.

Bygging fyrir háskólann ótalin

Þar með er þó ekki allt upptalið því að í febrúar er einnig gert ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin vegna hátt í átta þúsund fermetra byggingar heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Fjárveiting þess húss er byggð á fjárlögum um ráðstöfun eiginfjár Happdrættis Háskóla Íslands.

Í áætlunum byggingarnefndarinnar um mannaflsþörf við framkvæmdir er sá fjöldi sem mun starfa við þá byggingu ekki tekinn með í reikninginn.

Háð samþykki stjórnvalda

Samkvæmt lögum um nýjan Landspítala er byggingarnefndinni heimilt að bjóða út framkvæmdir við hann en hins vegar þarf Alþingi að samþykkja framkvæmdasamninginn þegar hann liggur fyrir. „Ég finn ekki annað en það sé nokkuð góður þverpólitískur stuðningur við verkefnið núna. Það sem menn eru að leita eftir eru mannaflsfrekar framkvæmdir og þetta er klárlega það,“ segir Gunnar. Þá muni nýja byggingin verða til hagræðingar fyrir rekstur Landspítalans um allt að 2,4 milljarða á ári.

Í höndum þingsins

Málið hafi ekkert komið á borð ráðuneytisins aftur, það sé á borði byggingarnefndarinnar þar sem það sé í vinnuferli. „Það er í höndum þingsins,“ segir ráðherra aðspurður hvort hugsanlegt sé að framkvæmdum verði frestað ef samningar standast ekki forsendur áætlana. Engin önnur áform séu hins vegar uppi en að halda áfram með byggingu sjúkrahússins.

„Þetta er búinn að vera mjög langur aðdragandi og margar borgar- og ríkisstjórnir sem hafa fjallað um það. Eins og allt annað sætir þetta lýðræðislegri ákvörðun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert