Leita lausna fyrir talsmann

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. mbl.is/Ernir

Innanríkisráðuneytið mun á næstu dögum ákveða hvernig komið verður til móts við ósk Gísla Tryggvasonar um leyfi frá embætti sínu sem talsmaður neytenda á meðan hann situr í stjórnlagaráði.

Í bréfi til undirbúningsnefndar stjórnlagaráðs setti Gísli það skilyrði fyrir að samþykkja boð um setu í ráðinu að hann fengi afleysingu frá störfum sínum við embættið. Í kjölfarið ritaði hann innanríkisráðuneytinu bréf þar sem hann óskaði eftir að fá tímabundið leyfi frá störfum á meðan hann tæki sæti í ráðinu.

„Þetta er aðallega þar sem ég get ekki sinnt tveimur störfum í einu. Spurningin er bara hvort ég fer í fullt leyfi eða að stórum hluta,“ segir Gísli.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert