Páskaegg ódýrust í Bónus

Í könn­un, sem ASÍ gerði á verði á páska­eggj­um í 4 lág­vöru­verðsversl­un­um og 4 þjón­ustu­versl­un­um víðsveg­ar um landið, var Bón­us með lægsta verðið á 13 páska­eggj­um af 22.

Af þeim 15 eggj­um sem voru til bæði í Bón­us og Krón­unni var aðeins einn­ar krónu verðmun­ur á 12 teg­und­um.

Sam­kaup – Úrval var með hæsta verðið á 13 eggj­um af 22, en Hag­kaup var næst oft­ast með hæsta verðið eða í 8 til­vik­um.

Mest­ur verðmun­ur í könn­un­inni reynd­ist á páska­eggi núm­er 7. frá Nóa Síríusi, sem var dýr­ast á 3289 krón­ur í Sam­kaup­um Úrvali en ódýr­ast 2398 krón­ur í Kosti. Verðmun­ur­inn er 891 króna eða 37%.

Mik­ill verðmun­ur var einnig á Páska­eggi núm­er 3. frá Nóa Síríus sem var dýr­ast á 799 krón­ur í Hag­kaup­um en ódýr­ast á 589 krón­ur í Bón­us. Þar mun­ar 210 krón­um eða 36%.

Minnst­ur verðmun­ur­inn í könn­un­inni reynd­ist vera á 325 gr. kara­melluk­url páska­eggi frá Nóa Síríus, sem var dýr­ast á 1299 krón­ur í Hag­kaup­um en ódýr­ast á 1189 krón­ur í Nettó Mjódd. Verðmun­ur­inn er 110 krón­ur eða 9%.

Freyju fjör­egg án mjólk­ur núm­er 6. var ódýr­ast á 1379 krón­ur í Bón­us og dýr­ast á 1799 krón­ur í Hag­kaup­um. Verðmun­ur­inn er 420 krón­ur eða 30%. Góu fíg­úru páska­egg núm­er 4. var ódýr­ast á 939 krón­ur í Bón­us en dýr­ast á 1119 kr. í Sam­kaup­um-Úrvali. Verðmun­ur­inn var  28%.

Flest egg­in í könn­un­inni voru fá­an­leg í versl­un­um Nettó og Fjarðar­kaupa sem áttu öll egg­in sem skoðuð voru, Hag­kaup áttu til 21 teg­und af 22. Fæst eggj­anna voru fá­an­leg í Kosti Kópa­vogi eða 10 tals­ins og Nóa­tún átti 14 teg­und­ir.

Verð lækkaði milli ára

Víðast lækkaði verð páska­eggj­anna á milli ára nema hjá Bón­us og Krón­unni en þar hef­ur verð lítið breyst.

Páska­egg núm­er 4 frá Nóa Síríusi hækkaði um 3% hjá Sam­kaup­um-Úrvali og 2% hjá Bón­us, en lækkaði um 11% hjá Nóa­túni, 8% hjá Nettó, 5% hjá Kosti og 3% hjá Fjarðar­kaup­um.

Mesta hækk­un­in á milli ára var hjá Hag­kaup­um sem hækkuðu verð á Freyju fjör­eggi án syk­urs og Freyju fjör­eggi án mjólk­ur um 20%. Mesta lækk­un­in á milli ára var á páska­eggi frá Nóa Síríus með frönsku núggati, en það lækkaði um 15% hjá Nettó á milli ára.

Vef­ur ASÍ

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka