Björt Ólafsdóttir var kjörin formaður Geðhjálpar um helgina. Tekur hún við af Sigursteini Mássyni sem núna gengur úr stjórn eftir 12 ára aðkomu að starfsemi Geðhjálpar.
Á aðalfundi Geðhjálpar voru jafnframt kosnir þrír nýir aðalmenn, þær Auður Geirsdóttir, Auður Styrkársdóttir og Bjarney Lúðvíksdóttir. Þá voru Eva Hrönn Árelíusdóttir og Garða Sölvi Helgason kjörin varamenn í stjórn til tveggja ára og Erna Arngrímsdóttir til eins árs.
Björt Ólafsdóttir er stjórnunarráðgjafi hjá Capacent. Í tilkynningu segir, að Björt þekki vel til geðheilbrigðismála, einkum málefna barna og unglinga af starfi foreldra hennar á Torfastöðum í Biskupstungum og sem starfsmaður geðdeilda Landspítalans um árabil.
Björt er með meistaragráðu í mannauðstjórnun frá Lundarháskóla í Svíþjóð og með B.A gráðu í sálfræði og kynjafræði frá HÍ. Hún leggur auk þess stund á meistaranámi heilsuhagfræði við HÍ.