Landhelgisgæslan tók í dag hrefnubát að meintum ólöglegum veiðum á Faxaflóa. Báturinn var að veiðum á svæði sem honum er óheimilt að veiða á og var honum vísað til Hafnarfjarðarhafnar þar sem mál hans verður tekið fyrir af viðkomandi lögregluyfirvöldum.
Í tilkynningu frá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu kemur fram að svo virðist sem hrefnuveiðibáturinn Hrafnreyður hafi verið að hrefnuveiðum innan þess svæðis sem óheimilt er að stunda slíkar veiðar og að skipverjar hafi verið að skera hval um borð innan þess þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af þeim.