Jón Ingi hlaut menningarviðurkenningu Árborgar

Jón Ingi Sigurmundsson tók við menningarviðurkenningu Árborgar úr hendi Eyþórs …
Jón Ingi Sigurmundsson tók við menningarviðurkenningu Árborgar úr hendi Eyþórs Arnalds formanns bæjarráðs. Mbl.is / Sigmundur Sigurgeirsson

Jón Ingi Sigurmundsson tónlistarkennari og listmálari hlýtur Menningarviðurkenningu Árborgar 2011 en viðurkenningin var afhent í tengslum við hátíðina Vor í Árborg sem staðið hefur yfir um helgina. Jón Ingi hefur að baki langan feril sem tónlistarkennari og skólastjóri auk þess sem hann hefur um árabil stundað myndlist.

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir sýning á málverkum Jóns Inga á Gónhól á Eyrarbakka en sú sýning verður opnuð í Eden í Hveragerði þann 19. maí. Er þetta 23. einkasýning Jóns Inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert