„Þetta er allt kolsvart“

„Þetta er allt kolsvart,“ segir Bryndís  Fanney Harðardóttir, formaður svæðisstjórnar í Vík, um ástandið á svæðum þar sem aska er að falla. Hún segir reynda björgunarsveitarmenn, sem voru á ferðinni í morgun, aldrei hafa kynnst öðru eins.

Bryndís segir fólk ekki í hættu ef það fari varlega. Hún segir mörgu að sinna því margir ferðamenn hafi verið komnir á svæðið þegar gosið hófst. Hún segir að reynt verði að aðstoða bændur að sinna skepnum þegar rorfi til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert