Landspítalinn friðaður

mbl.is/Ómar

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fengnum tillögum húsafriðunarnefndar og í samræmi við ákvæði laga um húsafriðun ákveðið að friða sex opinberar byggingar. Þar á meðal Landspítalann við Hringbraut.

Nær friðunin til þess hluta spítalans sem byggður var á árunum 1926 til 1930.

Þá hefur gamli flugturninn við Reykjavíkurflugvöll verið friðaður. Nær friðunin til ytra byrðis turnsins og burðarvirkis hans.

Ráðherra hefur jafnframt friðað Laugarnesskóli í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins og miðrýmis í öðrum áfanga, sem byggður var á árunum 1942-1945.

Einnig Sæbólskirkju á Ingjaldssandi. Friðunin nær til kirkjunnar í heild sinni, þ.e. ytra og innra byrðis auk fastra innréttinga.

Þá hefur Thorvaldsensstræti 2, gamli Kvennaskólinn í Reykjavík verið friðaður. Nær friðunin til ytra byrðis framhússins.

Loks hefur menntamálaráðherra ákveðið að friða Ingólfsstræti 2A, þar sem Íslenska óperan hefur verið til hús. Friðunin nær til ytra byrðis hússins auk anddyris, forsalar aðalsalar, hliðarsvala og aðalsalar (áhorfendasalar).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert