Mjólkurbíll valt rétt utan við Vestfjarðagöngin á leið til Súgandafjarðar snemma í morgun.
Að sögn lögreglunnar á Ísafiðri var krapi og hálka á veginum og missti ökumaður stjórn á bílnum.
Ökumaður var á leið til að sækja mjólk og var því bíllinn tómur þegar slysið varð.
Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar en meiðsl
hans voru ekki alvarleg. Brjóta þurfti framrúðuna á bílnum til að ná manninum
út.