Sjónarmið Geirs komi líka fram

Landsdómur.
Landsdómur.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að á vefsíðu saksóknara Alþingis um málið gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi ætti einnig að gera grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða, Geirs, en ekki bara sjónarmiðum ákæruvaldsins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri fyrirspurn til Jóhönnu á Alþingi rétt í þessu, hvort hún teldi vefsíðuna nauðsynlega og hvort það væri sæmilegt að setja hana upp. Síðan væri algerlega óþörf. Sagði hann að í málinu væri farið að halla mjög á þann sem sótt væri að. Svona vinnubrögð þekkist ekki í neinum öðrum sakamálum. Fyrir landsdómi sé aðeins eitt mál og aðeins einn maður sem sætir ákæru.

Rakti Bjarni feril málsins til þessa og sagði vefsíðuna aðeins viðbót við lista af atriðum sem væru ámælisverð í meðferð máls Geirs.

Jóhanna sagði að út af fyrir sig gæti hún ekki séð að óathuguðu máli að eitthvað væri athugunarvert við að opnuð væri vefsíða af þessu tagi, en þó, sem fyrr segir, að gerð væri grein fyrir sjónarmiðum beggja.

Sagði hún að frekar hefði átt að beina fyrirspurn um þetta til forseta alþingis eða til forsætisnefndar þingsins, þar sem saksóknari starfaði á vegum Alþingis. Hún upplýsti síðar í umræðunni, að það hefði verið saksóknarnefnd Alþingis, sem tók ákvörðun um að opna þessa vefsíðu.

Vefur saksóknara Alþingis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka