Stefanía Þorgrímsdóttir, ein kvennanna, sem sakaði Ólaf Skúlason um kynferðisbrot, sagðist í fréttum Útvarpsins ánægð með niðurstöðu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar og vinnubrögð nefndarinnar.
Stefanía sagðist ekki fá séð annað en að seta núverandi biskups í embætti orki mjög tvímælis, bæði vegna viðbragða hans árið 1996 og árið 2009.