Alþingi kaus í dag átta dómara í landsdóm og átta varamenn til næstu sex ára.
Kosin voru Ásgeir Beinteinsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Brynhildur G. Flóvenz, Sigrún Blöndal, Hjörtur Hjartarson, Jónas Þór Guðmundson, Eva Dís Pálmadóttir og Þuríður Jónsdóttir.
Varamenn eru Heiða Björg Pálmadóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Þorgerður Jóhannsdóttir, Jónína Benediktsdóttir, Aðalheiður Ámundadóttir, Páley Borgþórsdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir og Halldóra Kristín Hauksdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti sig algerlega ósammála því að
Alþingi sjálft tilnefni enn og aftur í landsdóm. Sagðist hún óska þess við
þingheim að hann geti á komandi þingi lagt niður landsdóm þannig að ekki þurfi að koma til annarra eins
dómsmála og nú séu í farvatninu á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.