Hödd Vilhjálmsdóttir -
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar sem birt var í morgun, fyrr en kirkjuþing kemur saman næstkomandi þriðjudag.
Þegar leitað var eftir viðbrögðum biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar, við skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar sem birt var í morgun, fengust þær upplýsingar hjá Þorvaldi Karli Helgasyni, biskupsritara, að engum hefði gefist tími til að lesa skýrsluna og að eðlilegast væri að biskup tjáði sig ekki um efni hennar fyrr en kirkjuþing kemur saman næstkomandi þriðjudag.