Umtalsverð aukning úrsagna

Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár, segir að úrsögnum úr þjóðkirkjunni hafi fjölgað umtalsvert í gær og í dag. Í gær fór fram kirkjuþing þar sem fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar kirkjuþings á kynferðisbrotum Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups.

Að sögn Hauks verða væntanlega birtar nýjar tölur um fjölda þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni í byrjun júlí.

Hinn 1. janúar síðastliðinn voru fullorðin sóknarbörn í þjóðkirkjunni (18 ára og eldri) 183.697 eða 77,2% mannfjöldans. Fyrir ári  voru fullorðnir félagsmenn Þjóðkirkjunnar 3000 fleiri og hlutfallið 78,8% af mannfjöldanum. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka