Telur að forysta kirkjunnar eigi að víkja

Örn Bárður Jónsson.
Örn Bárður Jónsson.

Séra Örn Bárður Jónsson segir í grein í Fréttablaðinu í dag að forysta kirkjunnar geti nú sýnt auðmýkt með djarfmannlegu verki sem felist í því að stíga til hliðar. Hún eigi að viðurkenna að henni hafi mistekist að stýra skipinu heilu úr brotsjónum.

„Sáttargjörð verður ekki í reynd fyrr en hrein iðrun hefur átt sér stað. Ég er þess fullviss að þjóðkirkja sem þekkir sinn vitjunartíma og er trú grundvelli sínum og fagnaðarerindinu muni lifa með þjóðinni og njóta trausts hennar um ókomin ár. En þjóðin þolir illa hálfkák í alvarlegu máli sem þessu," segir Örn Bárður í greininni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka