Reykvíkingur ársins 2011

Gunnlaugur Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Elliðaánum. Gunnlaugur var valinn …
Gunnlaugur Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Elliðaánum. Gunnlaugur var valinn Reykvíkingur ársins 2011. mbl.is/Golli

Frétt­in upp­færð 7.38

Gunn­laug­ur Sig­urðsson, Reyka­vík­ing­ur árs­ins 2011, landaði fyrsta lax­in­um úr Elliðaán­um i morg­un. Hann opnaði laxveiðina í Elliðaán­um klukk­an 7.00 og setti strax í lax í Sjáv­ar­fossi.

Lax­inn slapp en þá var rennt aft­ur og tók sami lax­inn. Kjart­an Þor­björns­son, Golli, ljós­mynd­ari og veiðimaður, sagði að slitnað hafi úr lax­in­um í fyrstu tök­unni. Þegar hann kom upp var hann með krók­inn úr fyrra rennsl­inu í kjaft­in­um.

Gunn­laug­ur beit veiðiugg­ann af lax­in­um eins og hefðin krefst. Lax­inn var fimm punda hæng­ur.  Jón Gn­arr borg­ar­stjóri opnaði ekki árn­ar eins og venja er að borg­ar­stjóri geri. Hann hjálpaði Gunn­laugi þó við lönd­un­ina og hélt á stöng­inni á meðan veiðimaður­inn kom sér bet­ur fyr­ir. 

Gunn­laug­ur var val­inn Reyk­vík­ing­ur árs­ins 2011 og er 79 ára gam­all íbúi við Fells­múla.

Gunn­laug­ur hef­ur búið í fjöl­býl­is­húsi við Fells­múla 15 í yfir 40 ár, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. Hann þykir fyr­ir­mynd­ar ná­granni og hef­ur haldið sam­eign og lóðum fjöl­býl­is­hús­anna við Fells­múla 13 og 15 hrein­um í ára­tugi án þess að þiggja greiðslur fyr­ir auk þess að hreinsa burt ill­gresi við gang­braut­ar­kanta í ná­grenni fjöl­býl­is­hús­anna. 

Í ábend­ingu sem barst frá ná­granna Gunn­laugs til fjölda ára seg­ir m.a. „Ég tel mig bera kennsl á mik­il­vægi hans og hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um al­mennt og ekki síst því mik­il­væga hlut­verki að vera part­ur af heild­ar­sam­fé­lagi sem fjöl­býli verður að mót­ast af. Skiln­ingi, umb­urðarlyndi og óeig­ingirni.

Gunn­laug­ur hef­ur alla burði til þess að vera í hópi fyr­ir­mynd­ar Reyk­vík­inga, sem láta sér annt um um­hverfi sitt og stuðla jafn­framt að friðsælu sam­býli fólks með ólík­ar skoðanir og viðhorf eins og geng­ur og ger­ist í fjöl­býl­is­hús­um borg­ar­inn­ar.“

Gunn­laug­ur er fjög­urra barna faðir og eru börn hans upp­kom­inn. Hann er fyrr­ver­andi lög­reglumaður. Fjöl­marg­ar góðar ábend­ing­ar bár­ust að Reyk­vík­ingi árs­ins 2011. Þriggja manna dóm­nefnd stóð að val­inu en í henni sátu: 
  
Anna Krist­ins­dótt­ir Mann­rétt­inda­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar. 
Bjarni Brynj­ólfs­son, Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar. 
Gunn­ar Ólafs­son, líf­efna­fræðing­ur og Reyk­vík­ing­ur, val­inn úr þjóðskrá

Gunnlaugur Sigurðsson (t.h.), Reykvíkingur ársins 2011, með Ásgeiri Heiðar leiðsögumanni …
Gunn­laug­ur Sig­urðsson (t.h.), Reyk­vík­ing­ur árs­ins 2011, með Ásgeiri Heiðar leiðsögu­manni (t.v.) við Sjáv­ar­foss. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka