Hafa áhyggjur af óeiningu

Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Fram­sókn­ar­flokks­ins í Árborg lýsa mikl­um áhyggj­um vegna óein­ing­ar sem virðist ríkja inn­an meiri­hluta sjálf­stæðismanna í sveit­ar­fé­lag­inu.

Eggert Val­ur Guðmunds­son, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Helgi Sig­urður Har­alds­son, bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, segj­ast vilja koma þessu á fram­færi í til­efni af frétta­flutn­ingi í dag varðandi sam­starfs­örðug­leika inn­an flokks­ins.

„Und­ir­ritaðir lýsa yfir mikl­um áhyggj­um vegna þeirr­ar óein­ingu sem virðist ríkja inn­an meiri­hluta sjálf­stæðismanna, í Svf. Árborg. Mik­il­vægt er að stjórn sveit­ar­fé­lags­ins sé í föst­um skorðum, skil­virk og ein­ing ríki inn­an hóps kjör­inna bæj­ar­full­trúa.  Und­an­farna daga hafa átt sér stað óform­leg­ar sam­ræður, um hugs­an­lega mynd­un nýs meiri­hluta með aðkomu minni­hlut­ans, vegna þess­ar­ar ósam­stöðu sem virðist ríkja inn­an meiri­hlut­ans.“

Und­ir­ritaðir munu, jafnt nú sem hingað til, ekki skor­ast und­an þeirri ábyrgð kjör­inna bæj­ar­full­trúa að hafa veg sveit­ar­fé­lags­ins og íbúa þess í fyr­ir­rúmi,“ segja Eggert og Helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert