Segir meirihlutann standa styrkum fótum

Elfa Dögg Þórðardóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar.
Elfa Dögg Þórðardóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar. mbl.is

Elfa Dögg Þórðardótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Árborg­ar, hafn­ar því í sam­tali við Sunn­lenska.is í dag að meiri­hlut­inn í bæj­ar­stjórn Árborg­ar stæði völt­um fæti og að hún hafi rætt við minni­hlut­ann um sam­starf eins og haldið var fram á vef­miðlin­um Eyj­an.is í morg­un.

Kom þar fram að Elfa hefði sent öðrum í meiri­hlut­an­um bréf ný­verið og sagt að hún ætti ekki leng­ur sam­leið með þeim. Enn­frem­ur að hún hefði átt í óform­leg­um viðræðum við minni­hlut­ann í bæj­ar­stjórn.

Sagði Elfa eðli­legt að upp gæti komið ágrein­ing­ur á milli fólks í meiri­hluta­sam­starfi en að loftið hafi verið hreinsað í meiri­hlut­an­um, sem sjálf­stæðis­menn ein­ir standa að, og að sam­starfið stæði nú styrk­um fót­um.

Frétt Sunn­lenska

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert