Segir meirihlutann standa styrkum fótum

Elfa Dögg Þórðardóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar.
Elfa Dögg Þórðardóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar. mbl.is

Elfa Dögg Þórðardóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar, hafnar því í samtali við Sunnlenska.is í dag að meirihlutinn í bæjarstjórn Árborgar stæði völtum fæti og að hún hafi rætt við minnihlutann um samstarf eins og haldið var fram á vefmiðlinum Eyjan.is í morgun.

Kom þar fram að Elfa hefði sent öðrum í meirihlutanum bréf nýverið og sagt að hún ætti ekki lengur samleið með þeim. Ennfremur að hún hefði átt í óformlegum viðræðum við minnihlutann í bæjarstjórn.

Sagði Elfa eðlilegt að upp gæti komið ágreiningur á milli fólks í meirihlutasamstarfi en að loftið hafi verið hreinsað í meirihlutanum, sem sjálfstæðismenn einir standa að, og að samstarfið stæði nú styrkum fótum.

Frétt Sunnlenska

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert