70 ár liðin frá því að þýskur kafbátur sökkti Heklu

Flutningaskipið Hekla sem sökkt var í síðari heimsstyrjöld.
Flutningaskipið Hekla sem sökkt var í síðari heimsstyrjöld.

Í dag er þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að þýskur kafbátur, U564, grandaði flutningaskipinu Hekla sem var á leið sinni frá Íslandi til Halifax í Kanada.

Um borð í skipinu var 20 manna áhöfn og létust fjórtán í kjölfar árásarinnar en sex komust lífs af. Eimskipafélag Íslands var með Heklu á leigu á þessum tíma og lestaði það alls 1150 tonn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að Hekla lagði af stað frá Reykjavík áleiðis til Halifax hinn 27. júní árið 1941 og var tilgangur siglingarinnar að sækja matvöru og flytja til Íslands. Eftir einungis tveggja daga siglingu varð á leið þess þýskur kafbátur er skaut fyrirvaralaust að því tundurskeyti sem hæfði Heklu og í kjölfarið varð gríðarmikil sprenging um borð. Skipið tók þegar að sökkva og er talið að einungis hafi liðið um tvær mínútur frá því að Hekla varð fyrir tundurskeytinu og þar til hún var að fullu sokkin. Tilraunir skipverja til að sjósetja björgunarbát reyndust árangurslausar, einkum sökum þess hve hratt skipið sökk. Sjö úr áhöfn Heklu tókst með harðindum að bjarga sér um borð í björgunarfleka.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert