Konan sem talin er hafa fætt barnið sem fannst látið í ruslagámi á laugardag starfaði hjá Hótel Frón við Laugaveg. Gísli Úlfarsson, hótelstjóri, sagði að það hafi verið mikið áfall fyrir starfsfólk hótelsins að frétta af málinu.
„Við erum alveg í sjokki,“ sagði Gísli. Hann hélt fundi með starfsfólkinu og sagði að þau myndu reyna að vinna úr málinu. Starfsfólkinu hefur verið boðin áfallahjálp ef það vill þiggja hana.
Konan, sem er frá Litháen, var búin að vinna á hótelinu í fjóra mánuði. „Hún var mjög dugleg og brosmild. Þetta kom mér verulega á óvart. Það vissi enginn að hún væri ólétt. Þetta er bara hræðilegt,“ sagði Gísli.
Hann kvaðst vona að þessi hryggilegi atburður muni ekki hafa áhrif á starfsemi hótelsins. Þetta sé eitthvað sem enginn á hótelinu hefði getað gert neitt við.